miðvikudagur, maí 10, 2006

Þjóðsaga

að koma fyrst við sögu
eins og álfur út úr hól

og eiga draugafé á fjalli
sem verður kveðið niður

að reisa við sjávarútveginn
hamraborg yfir huldufólkið

og verða sjáfstætt lýðveldi
af forfeðranna tröllatryggð

að gerast með vélum og vinnu
dverghagir á iðnað og listir

en glata frelsi og efnahag
til erlendra útilegumanna


--Jónas E. Svafár, Klettabelti Fjallkonunnar, 1968

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Klassi

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.