sunnudagur, maí 07, 2006

Hef verið að hlusta töluvert á Depeche Mode nú nýlega. Alveg æðisleg tónlist. Myrk, poppuð/elektrónísk, stundum heví, taktföst, melódísk, grípandi og falleg. Hlustaði ég smá á Violator í Skífunni, aðallega Personal Jesus, aftur og aftur. Geðveikt lag. Við sama tækifæri hlustaði ég líka aftur og aftur á útgáfu Johnny Cash af laginu, af plötunni The Man comes Around og hún er að sama skapi eitursvöl. Söngurinn hjá Cash og gítarinn hjá John Fruiscante vekur manni hrifningahroll, en það gerir tónlist Depeche Mode líka. Ég er svei mér þá ekki viss um að ég væri tilbúinn að gera upp á milli útgáfanna.
Eins hefur Music For The Masses verið í síspilun hjá mér, oftast fyrstu þrjú lögin á plötunni. Þessi plata er algert meistaraverk. David Gahan er auk þess frábær söngvari og hefur alveg íðilfagra rödd.

Veðrið er búið að vera dásamlegt í gær og í dag. Ekki verra ef það héldist svona. Læri úti. Próf ekki á morgun heldur hinn, mikið að lesa. Fer í síðasta prófið þrettánda.

We're flying high
We're watching the world pass us by
Never want to come down
Never want to put my feet back down
On the ground

--Never Let Me Down Again

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.