laugardagur, desember 10, 2005

Í dag eru 50 ár frá því að Halldór Laxness fékk Nóbelsverðlaun. Það var leiðinlegt að komast ekki á hátíðardagskrá í Þjóðmenningarhúsinu. Á löngum lista mínum yfir hluti að gera, ætla ég meðal annars að lesa meira eftir Laxness. Hef sem stendur lesið Íslandsklukkuna, Silfurtúnglið, Napóleon Bónaparti og byrjað á Sjálfstæðu fólki. Hrifnastur var ég af Íslandsklukkunni. Kynni næst að velja Heimsljós.

Líkt og þrír menn á undan mér, mæli ég eindregið með Nóbelsræðu Harold Pinter; Art, Truth And Politics. Hún er eilítið löng en svo sannarlega þess virði að lesa.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.