Grábjörninn rumskar í bæli sínu við skarkala og urrar önuglega. Hann skreiðist loks úr híðinu, það hryglir í honum og hann klórar sér luralega í úfnum herðakambinum. Atferli grábjarnarins gæti fengið mann til að ætla að kominn væri marsmánuður. Grábjörninn vill leggja áherslu á að honum finnst KissFM einhver sú allra ömurlegasta útvarpsstöð sem eyru hans hafa þurft að þola og að hann ber ástríðufullt hatur til lagsins „Hung Up“ með Madonnu sem glymur þar á ekki meira en tíu mínútna fresti.
Grábjörninn sárvantar kaffi.
föstudagur, desember 09, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli