"Sumir vilja líkja ástinni við eld. Af litlum neista verður mikið bál. En eldinn verður að glæða og eins verður að gæta að kertið brenni ekki upp. Dreirrauðir logarnir stíga lostafullan dans og geta lýst upp myrkrið, engu síður en stirndur næturhimininn, yljað manni og sviðið uns hjartað greipist í kol, og ekkert er eftir nema askan, öskugrár maður með öskuggráa sál.
Ást okkar fölnaði ekki. Hún var áþekktust rós sem er pressuð inn í bók.
Þar er hún varðveitt, minningin,
lifir einungis sem svipur þrár okkar og tára, reikul vofa bross sem er stirnað og okkar dýpstu tilfinninga, varþveitt í þurrum og stífnuðum blöðum."
föstudagur, ágúst 26, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
(Hef þetta í gæsalöppum þar eð skáletrið var nánast ólæsilegt. Vonandi get ég kippt þessu fljótt í liðinn.)
Hver samdi? Þetta hljómar eins og Gunnar skáld.
Það var ég. Gunnar er auðvitað í miklu uppáhaldi, svo mér er þetta mikið hrós. :) Ertu búinn að lesa Sælir eru einfaldir?
Já, vá! Held ég hafi fengið kökk í hálsinn í hverjum kafla. Magnað kvikindi sem ég þakka þér fyrir að kynna mér.
Geld líku líkt: Lestu Óhuggandi eftir Kazuo Ishiguro. Ein magnaðasta bók sem ég hef lesið.
Njóttu vel. Þá mæli ég einnig með Svartfugli og Fjallkirkjunni. Vikivaki er líka góð bók og hugsa að þú gætir haft gaman að henni, hefur nokkuð sérstaka stöðu meðal bóka hans, fantasíukenndari. Endirinn á Sælir eru einfaldir er vægast sagt eftirminnilegur, og mér fannst sagan af Önnu sérlega átakanleg en um leið falleg.
Já, tékka á Óhuggandi. Hef blaðað í Remains of the Day og leist vel á hana.
Skrifa ummæli