fimmtudagur, ágúst 25, 2005

Ég hef hlustað mjög mikið á Bob Dylan undanfarið. Ég hef lengi verið hrifinn af honum, svo það er kannski kominn tími til að kaupa sér eitthvað meira með honum. Á tvo safndiska. Er að spá í plötum eins og Blonde on Blonde, Blood on the Tracks, Highway 61 Revisited, John Wesley Harding og The Freewheelin’ Bob Dylan.

Ég er einnig gífurlegur Bítla-aðdáandi, og get hlustað á þá hvenær sem er, þeir veita mér alltaf jafn mikla ánægju. Hef hlustað mikið á Sgt. Pepper’s Lonely Heart Club Band undanfarið, immer gleich schön. Heima á ég hann á vínil en kynni að kaupa mér hann á disk. Ég dýrka líka Abbey Road, ef til vill uppáhaldsplatan mín með þeim, af þeim sem ég hef hlustað á í heild sinni. Hún er skotheld, svo notuð sé margtuggin klisja. Eins kæmi til greina að kaupa Revolver og/eða The White Album.
Ég get varla ímyndað mér hverslags upplifun það hefur verið fyrir ungt fólk á sjöunda áratugnum að heyra fyrstu plötu Bítlanna. Mamma hefur vissulega skýrt mér frá hversu geðveikt það hafi verið. Og varla hefur það verið minni upplifun þegar Sgt. Pepper kom út.

Í augnablikinu er ég að hlusta á safndiskinn Nútímann með Þursaflokknum.

Ég er núna að lesa The Grapes of Wrath eftir John Steinbeck.

1 ummæli:

Doddi sagði...

Nútíminn er góð plata, Þursaflokkurinn er svo ótrúlega Íslenskt, holdgervingur Íslenskrar tónlist, überíslenskt. Þrúgur Reiðinnar er góð og kvikmyndin er ekki síðri.

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.