Ég hef hlustað mjög mikið á Bob Dylan undanfarið. Ég hef lengi verið hrifinn af honum, svo það er kannski kominn tími til að kaupa sér eitthvað meira með honum. Á tvo safndiska. Er að spá í plötum eins og Blonde on Blonde, Blood on the Tracks, Highway 61 Revisited, John Wesley Harding og The Freewheelin’ Bob Dylan.
Ég er einnig gífurlegur Bítla-aðdáandi, og get hlustað á þá hvenær sem er, þeir veita mér alltaf jafn mikla ánægju. Hef hlustað mikið á Sgt. Pepper’s Lonely Heart Club Band undanfarið, immer gleich schön. Heima á ég hann á vínil en kynni að kaupa mér hann á disk. Ég dýrka líka Abbey Road, ef til vill uppáhaldsplatan mín með þeim, af þeim sem ég hef hlustað á í heild sinni. Hún er skotheld, svo notuð sé margtuggin klisja. Eins kæmi til greina að kaupa Revolver og/eða The White Album.
Ég get varla ímyndað mér hverslags upplifun það hefur verið fyrir ungt fólk á sjöunda áratugnum að heyra fyrstu plötu Bítlanna. Mamma hefur vissulega skýrt mér frá hversu geðveikt það hafi verið. Og varla hefur það verið minni upplifun þegar Sgt. Pepper kom út.
Í augnablikinu er ég að hlusta á safndiskinn Nútímann með Þursaflokknum.
Ég er núna að lesa The Grapes of Wrath eftir John Steinbeck.
fimmtudagur, ágúst 25, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Nútíminn er góð plata, Þursaflokkurinn er svo ótrúlega Íslenskt, holdgervingur Íslenskrar tónlist, überíslenskt. Þrúgur Reiðinnar er góð og kvikmyndin er ekki síðri.
Skrifa ummæli