föstudagur, ágúst 26, 2005

Brottflutningurinn frá Gaza er loks hafinn. Það er mikilvægt skref en verður til lítils ef ekki verður snúið frá Vesturbakkanum. Sharon vill einmitt nota brottfluttningin frá Gaza til að tryggja landtökubyggðirnar á Vesturbakkanum. Uri Avnery skrifar um brottfluttninginn í nýjustu grein sinni,This Was The Day, á heimasíðu Gush Shalom.

Fyrir þá sem vilja vita meira um múrinn þá er gert góð grein fyrir honum hér , aðdraganda hans lýst, núverandi ástandi og fyrirhuguðum áætlunum. Því fylgir kort af Ísrael og Palestínu sem sýnir vel grænu línuna, innlimað land, það sem þegar er búið að byggja af múrnum og frekari áætlanir. Uppsetningin er mjög aðgengileg. Múrinn er hryðjuverk sem heggur í lífæð Palestínumanna, traðkar á mannréttindum þeirra og er þeim sem kyrkingaról. Hann er ekki þarna til að “stöðva ofbeldi” heldur kyndir hann undir enn frekari hörmungar.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.