miðvikudagur, ágúst 10, 2005

Þrjár súpergreinar sem ég skora á ykkur að lesa: Helgi Seljan skrifaði fyrir nokkru afbragðs grein um stóriðju á Reyðarfirði, sem birtist á heimasíðu Ögmundar Jónassonar og nefnist Ég biðst forláts. Helgi er sjálfur uppalinn á Reyðarfirði og studdi lengi framkvæmdirnar þar til blekkingin rann upp fyrir honum, eins og hann lýsir í greininni.

Grein Uri Avnery, March of The Orange Shirts og nýjasta greinin hans, A Massacre Fortold eru báðar þrælmagnaðar. Sú fyrri fjallar um aðför landtökumannanna á Gaza gegn lýðræði í Ísrael og sú seinni um ísraelska hermanninn sem myrti 14 araba í strætisvagni og var svo sjálfur myrtur af reiðum múgnum og tengsl hans við andstæðinga brottfluttniningsins frá Gaza og öfgaþjóðernishyggju- og trúarhópa. Hvet lesendur í leiðinni til að kynna sér heimasíðu Gush Shalom, en ég er með hlekk á hana hægra megin á síðunni.

Ég hef nú einnig hlekkjað Skarpa hægra megin á síðunni. Njóti hann vel.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.