mánudagur, ágúst 08, 2005

Þessa dagana streyma sífellt hræðilegri fréttir frá Írak. Sífellt fleri deyja og mannfallið hefur aldrei verið meira. Árásir hermanna andspyrnumanna, gíslatökur og sjálfsmorðsárásir eru nánast daglegur viðburður þar. Bush þvertekur fyrir að herliðið verði afturkallað en segir þvert á móti að hert verði tökin gegn ofsatrúarmönnum og illri hugmynafræði. Tony Blair tekur í sama streng og vill „aukið eftirlit“ með öfga-múslimum (hver á nú að skilgreina hverjir falla undir þann flokk?) og herta öryggisgæslu sem um leið merkir skert mannréttindi.

Greini ég hræsnisfnyk? Þessi orð koma frá sama manni og vill núna láta kenna sköpunarsöguna samhliða þróunarkenningunni sem jafn mögulega skýringu á tilurð heimsins og lífvera, vitnar í sífellu í biblíuna og heldur því fram að að guð sé með honum og tali til hans. Bush lýsir hernaði sínum sem krossferð gegn myrkaöflunum og öxulveldi hins illa, hefur ítrekað málað islam sem ill trúarbrögð og ætlar að færa íbúa mið-austurlanda úr myrkirnu í ljósið. Það er auðvelt fyrir Bush og Blair að tala um að flestir múslimar séu gott fólk og iðjusamt gegn um um annað munnvikið á meðan þeir spúa hatursáróðrinum gegn miðausturlöndum gegnum hitt og stunda blóðugt innrásarstríð sem hefur kostað gífurlegan fjölda austurlandabúa og vesturlandabúa lífið á meðan líf annara er orðið hreint helvíti. Þeir beita vissulega sérstökum aðferðumtil að „frelsa fólkið frá illu“, sendir unga menn út í stríð, þar sem þeir slátra fólki og er sjálfum slátrað. Sprengjum hefur rignt yfir Írak, borgir voru jafnaðar við jörðu, borgurum slátrað eða þeir handteknir án þess að neitt haldbært sé hægt að bera á þá, almenningur sætir kúgun, fangar eru pyntaðir og látnir dúsa um „óákveðinn tíma“ í dýflissum án dóms og laga, heilbrigðisþjónusta og vatnskerfi eru í lamasessi og sjálfsmorðsárásum fjölgar í sífellu. Hryðjuverkin hafa einungis aukist, og það til muna, síðan að árásin hófst, og mannfallið varð mest eftir að stríðinu var lokið. Ómetanlegar fornminjar Mesópótamíu glötuðust að eilífu og herinn gerði ekki nokkra tilraun til að stöðva það. Það sem er sorglegast og kaldhæðnislegast við þetta allt er að því meira sem mannfallið eykst, því meira fjarlægjumst við hörmungarnar, tölur eru bara orðnar tölur og margir ósnortnir. Ég hugsa að rithöfundurinn Dalton Trumbo hafi orðað þetta einna berst þegar hann skrifaði um þetta 1970, í viðauka við formála hinar mögnuðu stríðsádeilubókar „Johnny Got his Gun“ og vísaði til Víetnamstríðsins:
11 years later. Numbers have dehumanized us. Over breakfast coffee we read of 40.000 American dead in Vitetnam. Instead of vomitnig, we reach for our toast. Our morning rush through crowded streets is not to cry murder but to hit that through before somebody else gobbles our share. An equation: 40.000 dead young men = 3000 tons of bone and flesh, 124.000 pounds of brain matter, 50.000 gallons of blood, 1.840.000 years of life that will never be lived, 100.000 children who will never be born. (The last we can afford: there are to many starving children in the world already.)
Do we scream in the night when it touches our dreams? No. We don´t scream cause we don’t think about it; we don’t think about it beacause we don’t care about it. We are much more interested in law and order, so that American streets may be made safe while we transform those of Vietnam into flowing sewers of blood wich wereplenish each year by forcing our sons to choose between a prison cell here or a coffin there.
“Everytime I look at the flag, my eyes fill with tears.”
Mine too.


Það hefur ekki mikið breyst. Sagt er að e-ð um 200.000 bandarískir hermenn hafi fallið í Írak. Milli 2300 og 2700 írakar eru sagðar hafa dáið í árásum og er þá ekki búið að nefna þá sem dóu og deyja enn vegnavosbúðar, skorti á lyfjum, mat og vatni. Þegar öll kurl eru komin til grafar er talað um að allt að 100.000 írakar hafi látið lífið síðan að innrásin hófst og við vitum ekki hversu margir eru særðir. Við vitum hins vegar að meira en 13.000 bandarískir hermenn eru særðir, samkvæmt nýjustu opinberu tölum og margir hverjir örkumlaðir fyrir lífstíð.
Ég leyfi lesendum að reikna restina af dæminu sjálfir.

Ætli ráðamenn í Bandaríkjunum og Bretlandi og aðrir stuðningsaðilar stríðsins hugsi um þetta á nóttunni? Eða ætli það sé eins með þá og ísraelska herforingjann Dan Halutz, sem var formaður flughersins þegar sprengu sem vó heilt tonn var varpað á íbúðarhvefi á Gaza ströndinni í því skyni að drepa háttsettan meðlim Hamas og drap þar með 14 saklausa borgara, þar af 9 börn. Aðspurður um hveig honum liði eftir slíka árás sagðist Halutz hafa fundið fyrir smá dynki á vængjunum og bætti því við að hann svæfi vel á nóttunni. Svipaða sögu er að segja um flugmanninn sem varpaði sprengjunni á Hiroshima, og einnig er skammt að minnast ummæla Madeleine Albright, sem fannst dauði e-ð um sjö hundruð þúsund íraskra barna sem létust vegna af viðskiptabannsins réttlætanlegur í því skyni að sigra Saddam.

Þetta fólk virðist ekki kunna að skammast ín. Það virðist ekki heldur geta lært hina miklu lexíu sem sagan kennir okkur. Fólk talar um að helförin megi aldrei gerast aftur en lét kjarnorkusprenginguna á Hiroshima viðgangast, horfði á fjöldamorðin í Rúanda án þess að nokkuð væri gert og hernám Ísraela í Palestínu og nú Íraksstríðið. Er þá ekki einu sinni allt upp talið. Nekrófílían er þó ef til vill verst; þegar minningu fórnarlambanna er nauðgað til pólitísks framdráttar og réttlætingar á voðaverkum, eins og raunin var með sprengingarnar í London.Sömu menn og fordæma viðlíka aðgerðir stunda þá sjálfir annars staðar.

Ég veit sjálfur upp á mig sökina. Hversu oft höfum við ekki öll lent í því að sitja hjá þegar ódæði er framin, gjarnan undir blekkingarvef þess sem okkur er kærast og menn saurga hugtök á borð við frelsi , jafnrétti, mannréttindi, lýðræði og frið. Hversu oft hefur smavisku okkar ekki blætt vegna þessa, og við höfum spurt „hvers vegna gerði ðég ekki neitt“? Hversu oft höfum við ekki spurt okkur: „hvað getum við gert?“ Ég hef enga töfralausn, en ég trúi ekki öðru en okkur sem er raunverulega annt um mannréttindi getum haft áhrif, og getum látið gott af okkur leiða. Sú von heldur mér gangandi, annars þætti mér lífið ekki þess virði að lifa því. Ég trúi því að við séum, þrátt fyrir allt, í meirihluta. En það þarf samstöðu. hver og einn þarf að velta fyrir sér hvað hann getur gert í þágu annara og getur gert til að bæta sjálfan sig. Ég hugsa að það megi skilgreina mig sem húmanista, í gegn um bölið held ég í vonina um hið góða í manninum og að hann geti spornað gegn breiskleika sínum, rétt eins og sagði í gömlu indíánaþjóðsögunni um gamla manninn sem lýsti því að innra með honum berðust úlfar, annar var úlfur breiskleikans, hinn hugprýðinnar. Þegar hann var spurður hvor úlfurinn sigraði svaraði hann: „sá sem ég næri“. Ég held í vonina að við munum sigra að lokum, en þá má ekki sitja auðum höndum.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.