Regn
Lífið þyrmdi yfir mig
en þá steyptist regnið niður
helltist ferskt úr fölgáum himni
endalaus víðátta glitrandi, dansandi dropa
flæðandi á götunum og gangstéttum
seitlandi læjarspræna úr gati á vatnsrennu
votur gróður endurfæðist er hann bergir á lífsvökvanum
og ég
löðrandi og gegnumblautur, kaldur og storkinn
hugur minn endurnærður, sál mín orðin hrein
úrhellið dregur sig í hlé
heiðbláminn gægist úr rofi
og brýst gegn um skýin
enn skín sólin
og enn speglast lífið
í ljóma daggarinnar
þriðjudagur, ágúst 02, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli