sunnudagur, ágúst 07, 2005

Í gær var ég við útför Þorsteins Óskars Guðlaugssonar, Steina á Ölvaldsstöðum, eiginmanns Guðrúnar Fjeldsted, frænku minnar. Fráfall hans var sorglegt, hann hafði þjáðst af miklum veikindum og lést langt fyrir aldur fram. Það var fallegt að sjá hversu margir voru mættir til að votta honum hinstu kveðju. Hann var góður maður og minnist ég hans einungis vel. Fjölskylda hans á alla mína samúð og hún hefur sýnt mikinn styrk á þessari sorgarstund. Athöfnin var falleg, Lovísa móðursystir mín léka undursamlega á selló og einsöngslögin voru vel valin. Blíðskaparviðri var í Borgarfirði þennan morgunn og ég minntist þess hversu fagurt er þar, að líta yfir fjörðinn, fjöllin og grösugar sveitir undir bláma himinsins. Það var gott að hitta frændfólkið, enda mikið af góðu og skemmtilegt fólki þar. Ég finn það að ég þarf oftar að gera mér ferð upp í Borgarfjörð. Hundarnir léku við hvern sinn fingur. Eins var gaman að koma í veiðiskúrinn og sjá alla gömlu munina sem tiheyrt höfðu langalangafa mínum og bróður hans, auk þeirra gripa sem niðjar þeirra áttu.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.