Á morgun kem ég heim. Um helgina var Matfestival í Skövde. Afar skemmtileg útihátíð og bærinn var fullur af fólki. Sautjánda júní-menningarnæturfílingur yfir þessu.
Fullt af tjöldum að selja mat og drykki, enda keppa veitingastaðir um bestu matseldina og þjónustuna. Það var tívolí og lifandi tónlist, og ball. Skemmti mér mjög vel. Kraftlyftingarkeppnin var mjög skemmtileg, lyfta átti mjölpoka upp á tréplanka sem hafði verið staflað hver ofan á annann. Mig minnir að stúlkan sem vann hafi verið frá Falsköping. Þótti mér undarlegt að önnur stúlka sem virtist ekkert of mössuð kom pokanum upp á án mikillar áreynslu á meðan stærðar jötunn átti fullt í fangi með hann. Kannski einnig spurning um verksvit. Meðal hljómsveita sem ég sá var Aftrodite. Stúlkna/kvennahljómsveit sem tók eitt sinn þátt í undankepnni Eurovision. Þær voru býsna góðar. Svo var sænska popp-rokksveitin Metro sem ku hafa fengið heilt neðanjarðarlestarkerfi í París nefnt eftir sér (or was it the other way around). Einnig ber að nefna hóp sem ég man því miður ekki hvað hét en samanstóð af hljómsveit og söngvurum sem einnig dönsuðu. Þau fluttu lög úr Blues brothers, með Arethu Franklin og AC/DC. Mjög flott. Var þarna báða dagana, kíkti á Sportbarinn fyrri daginn en seinni fórum við Arnar og Vignir saman á skálaglamm.
Dvöl minni hér er að ljúka. Svíþjóð er skemmtilegt land og fallegt og fólkið viðkunnalegt. Maður á eftir að sakna margs og gæti vel hugsað sér að koma aftur, þó J&A verði flutt heim. Það er hins vegar nokkuð sem maður getur hlakkað til. Eins er ég farinn að hlakka til að heilsa aftur heimarómi blíðum.
Í gær skruppum við með krökkunum í húsdýrsgarðinn Aspö. Þar voru hestar, kýr, gögl, svín og vinalega kindin sem ég mundi eftir frá því í fyrra. Gengum um skógin og niður að Kastorpsvatni. Þar finnst mér sérlega fallegt., og staður sem ég mun sakna. Það hefur verið frískandi að fá sér sundsprett þar og njóta umhverfisins.
Fór með Arnari á The Island í gær. Hún var fín. Góð mynd að horfa á í þynnku. Af leikurum fannst mér mest til Steve Buscemi og Sean Bean koma. Held mikið upp á báða og vil sjá þá í fleiri myndum. Einnig unun af því að heyra Ewan McGregor aftur dala með skoska hreimnum. Scarlett Johannson sýndi engan sérstakan leik en var hins vegar forkunnarfögur.
mánudagur, ágúst 29, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli