miðvikudagur, ágúst 17, 2005

Meira af mótmælum gegn stóriðju


Ég get tekið undir með bróður mínum að ýmislegt má út á ýmsar aðgerðir mótmælenda stóriðju setja, eða segja að þeir séu sumstaðar á villigötum þegar kemur að aðgerðum til að koma réttmætum málstað sínum á frmafæri. Að veggjakrot í miðbænum og Jón Sigurðsson, sem ekkert hefur til saka unnið, séu ekki vænleg til vinsælda. Jón Sigurðsson hefur ekkert til saka unnið og veggjakro Ég styð hins vegar málstað þeirra af heilum hug. Ég vísa aftur í skrif mín 29. júní síðastliðinn þar sem ég viðra skoðanir mínar á þessu, svo ég þurfi síður að endurtaka mig: http:// www.einarsteinn.blogspot....nn_archive.html

Lögreglan hefur ofsótt mótmælendur, elt þá á röndum, handtekið, og beitt harkalegum aðgerðum gegn þeim, þó þeir hafi verið í friðsamlegum erindagjörðum. Fjölmiðlar hafa einnig ýmist gert lítið úr þeim eða málað þá líkt og þeir væru óvinir samfélagsins nr.1. Eins standa menn í ströngu við að láta vísa þeim úr landi.
Ég hef hins vegar ekki orðið var við þá hryðjuverkamenn og eldspúandi fanatíkera sem fjölmiðlar, iðjuhöldar og stjórnmálamenn hafa lýst. Þeir mótmælendur sem ég hef kynnst hafa allir verið einstaklega viðkunnalegt fólk, fólk sem vill ekki sjá náttúru Íslands eða annars staðar rústað, og er tilbúið að ferðast yfir hafið til að berjast gegn því.
Á laugardaginn fóru fram mótmæli sem voru í flesta staði afar falleg og skemmtileg. Um 70 manns komu saman í mótmælapikknikk á Austurvelli í veðurblíðunni. Skilti voru víða, ýmsir uppáklæddir eða málaðir, fyrirtækja-kolkrabbanum með peningapoka sér við hlið var komið upp, einn var klæddur sem Sámur frændi, leikið var á hljóðfæri, sungið og farið í leiki. Tveir voru handteknir fyrir þann hryllilega glæp að vera í lögreglubúningi. Þeir hefðu jú kannski getað... vísað einhverjum til vegar. Afar góður andi var þó og þegar lögreglan ætlaði að hafa afskipti af einum óitmælenda fengu þeir alla upp ámóti sér. Best var þó hve hlýtt og jákvætt viðmót við fengum frá almenningi.
Mér fannst þetta geta verið teikn, alla vegana vona ég að svo geti orðið. Þessi pikknikk sýndi að mótmæli geta verið bráðskemmtileg og ég hugsa að ef fleiri áttuðu sig á því myndu kannski fleiri mótmæla.

Nú vilja ráðamenn og stóriðjuhöldar virkja Þjórsárver. Þjórsárver er friðuð náttúruperla, vernduð af íslenskum lögum og alþjóðalögum. En það virðist ekki skipta stjórnvöld og stóriðjuhölda neinu máli, fremur en Kárahnjúkar og Eyjabakkar. Reynslan hefur sýnt okkur að hef enginn segir múkk þá komast þeir upp með þetta. Það mega þei ekki. Viljum við sjá landinu rústað? Ef koma á í veg fyrir þetta duga engin vettlingatök, það þarf að berjast af fullum krafti frá byrjun, og nota allar tegundir mótmæla, beinar aðgerðir, borgaralega óhlýðni, skjöl, greinar u.s.w. Vonadi að aðrar þjóðir sýni stuðning en við getum ekki reitt okkur á það. Við getum ekki reitt okkur á að aðrir redid málunum fyrir okkur. Við þurfum sjálf að nota allt okkar afl til að taka í taumana.

Bróðir minn tjáði mér einnig að hann hefði frétt af því að lögregla hafi misþyrmt prófessor á áttræðisaldri. Ég verð að segja að ég er sleginn yfir þesari frétt, en veit ekkert meira um þetta. Ku ekki hafa verið í fjölmiðlum. Þar sem ég varð ekki vitni að þessu og er erledis þætti mér vænt um allar upplýsingar sem menn gætu veitt mér um þennan atburð. Ég vona að þetta verði kært og ég vona að menn sitji ekki þegjandi yfir svo hrottalegri valdníðslu.
Ég sendi mótmælendum hugheilar kveðjur, og hlakka til að geta lagt hönd á plóg þegar heim kemur.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.