miðvikudagur, ágúst 17, 2005

Ég fer til Danmerkur á morgun og verð þar yfir helgina. Við munum fara í Legoland. Verður því ekkert bloggað á meðan, en tek eflaust upp þráðinn á mánudaginn. Þið getið hins vegar lesið færslurnar að neðan auk þess sem þið getið kíkt á nokkra hlekki og lesið nokkar greinar sem ég mæli eindregið með:

Uri Avnery lýsir andrúmsloftinu við brottfluttninginn frá Gaza í nýjustu grein sinni; A Miracle of Rare Device. Hann gerir góða grein fyrir ferli Sharons og stefnu, hversu mótsagnakennd stefna Sharons og hersins virðist vera, sem og fylgenda hans og andstæðinga og skýrir hvað býr að baki. Ég mæli einnig með heimasíðu Gush Shalom, en ég er með hlekk á hana hægra megin á siðunni.

Brói gamli linkar á afar góða grein eftir Robert Higgs og ég geri það líka: Global Struggle Against Violent Extremism: Marketing Gimmick or Ominous Turn? Súpergrein sem ég hreinlega skora á ykkur að lesa.

Einnig getur verið gott að kíkja á heimasíðu Landverndar og Saving Iceland, auk hlekkjanna sem þar er að finna.

Loks hefur bróðurbetrungur minn skrifað margt gott nýlega, sem hans var von og vísa, og því tilvalið að lesa það, það má nálgast til hægri.
Skelli svo einnig hlekk á Þórð. Hann hefur einnig skrifað margt gott undanfarið.

Jæja, nú ætti ykkur varla að leiðast. Í millitíðinni bið ég að heilsa. :)

PS Lag dagsins er Tangled Up In Blue með Bob Dylan

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.