Áðan keypti ég mér nýja diskinn með Schpilkas; So Long Sonya og er búinn að hlusta á nokkur lög. Dásamleg tónlist. Ég var einmitt mjög hrifinn af fyrri disknum og var með hann lengi á bókasafninu. Ég er afar heillaður af tónlist frá Balkanskaga eins og þessar háttar tónlist sem Schpilkas leikur, þjóðlagaónlist, klezmer og sígaunatónlist. Falleg, ástríðufull, dramatísk og skemmtileg tónlist. Ragnheiður Gröndal syngur af mikilli tilfinningu og innlifun og hefur gullfallega rödd.
Það er því ágætt að setjast niður að kvöldi, eftir langan vinnudag og hvíla lúin bein með Schpilkas í spilaranum, fá sér te og lesa nýjustu Harry Potter-bókina. Nú er ég rúmlega hálfnaður með hana, mjög skemmtileg og spennandi, ekki síst fróðleikurinn um uppruna Voldemorts. J.K. Rowling er góður höfundur. Ég hugsa að ég haldi mest upp á The Prisoner of Azkaban og The Goblet of Fire af bókum hennar.
fimmtudagur, ágúst 11, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli