miðvikudagur, ágúst 24, 2005

jæja, þá eru linkarnir alla vegana komnir í lag. Meira kann ég ekki sem stendur. Letrið á síðunni er enn hörmulegt og ég kann ekki enn að skella tilvitnununum aftur inn. Svo er ég hræddur um að kommentin á forsíðunni hafi þurrkast út, og að þau verði ekki endurheimt. Eins veit ég ekki með teljarnann gæti þurft að starta honum frá byrjun. Ég vona að kommentakerfið virki þó, fyrir frekari komment. Ég vona að lesendur muni sína mér þolinmæði þangað til að þetta er komið í lag, mér finnst þetta sjálfum nógu grábölvað en ég treysti ykkurtil að dæma ekki bókina eftir kápunni. Hafið bara þennan holla boðskap Lilju Einsteins Ásgrímssonar eftir: "Varðar mest allra orða/undirstaðan rétt sé fundin."

5 ummæli:

Vésteinn Valgarðsson sagði...

Tvær ábendingar: Gagnauga er ekki lengur .net heldur .is - og það vantar "http://" fyrir framan www-ið í mörgum linkum - sem gerir það að verkum að þeir opnast ekki eins og þeir eiga að gera.

Einar Steinn sagði...

Bingó. Linkarnir eru nú loks allir komnir í lag eftir þónokkuð streð. Nú þarf ég bara að reyna að laga letrið og skella tilvitnununum og teljaranum inn aftur. Ekkert af þessu kann ég. Hjálp væri því vel feginn.

Eins veit ég ekki hvort kommentin á forsíðunni séu afturkallanleg, en þau virðast öll hafa eyðst.

Doddi sagði...

Ja, ef þú hafi notast við Haloscan þá gæti verið möguleiki að púsla því inná kommentakerfið.

Einar Steinn sagði...

Er þetta haloscan sem ég er með núna?

Doddi sagði...

Njet. Þetta er bloggercommentakerfið.

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.