Lauk rétt í þessu við Tevje kúabónda og dætur hans, eftir Sholom Alekheim. Dásamlegt verk. Þessi bók er allt í senn, falleg, fyndin og átakanleg. Með raunum Tevje lýsir hún um leið harmsögu gyðinga. Þessi bók snart mig og trúi ég varla öðru en hún muni vekja sömu tilfinningar hjá hverjum næmum lesenda. Tevje er persóna sem seint líður úr minni, einn af „litlu mönnunum", maður ýmist fagnar með honum, gleðst hlær með eða að honum eða fyllist harmi yfir raununum sem á honum dynja. Söngleikurinn Fiðlarinn á þakinu var seinna byggður á þessari bók. Þann söngleik dáði ég sem barn og geri í raun enn, þegar hann var sýndur í Þjóðleikhúsinu fór ég á hann aftur og aftur ...og aftur. Tónlistin, klezmerið, var líka svo skemmtileg.
Talandi um klezmer, það er komin ný plata með Schpilkas. Tékka á henni.
föstudagur, júlí 22, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli