fimmtudagur, júlí 21, 2005

Þetta er rosalegt.Arna var handtekin í Ísrael, yfirheyrð í 10 klukkustundir og var haldið í varðhaldi í 30 klukkustundir og loks send úr landi.. Hún lýsir ógnandi framkomu hermannanna og að þegar hún hafi minnst á réttindi sinn hafi þeir hlegið að henni og öskrað á hana að hún hefði engin réttindi. Hún var þarna í friðsamlegum erindagjörðum, á leið á alþjóðlega kvennaráðsstefnu friðarhreyfinga í Jerúsalem og sjálfboðaliðastarfa í Palestínu. Yfirvöld í Ísrael vilja ekki að útlendingar sjái hvernig þeir traðka á mannréttindum Palestínumanna og svona er þeim tekið sem vilja hjálpa þeim og er umhugað um réttindi þeirra. Ég skora á íslensk yfirvöld að mótmæla þessu harðlega.

Á heimasíðu félagsins Ísland-Palestína er hlekkur á grein eftir Hasan Abu Nimah um vopnahléið milli Palestínumanna og Ísraela sem birtist á Electric Intifada. Þetta er góð grein og smelli ég því líka hlekk á hana hér. Nimah er fyrrum fastafulltrúi Jórdaníu hjá Sameinuðu þjóðunum og var meðlimur í Palestínsk-Jórdönsku nefndinni sem stóð í friðarumræðum við Ísraela í Washington snemma á síðasta áratug.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.