Ég brá mér í brúðkaup Lalla frænda míns og Hönnu, en þau giftu sig í blíðskaparviðri Háteigskirkju á laugardaginn. Athöfnin var mjög falleg og skemmtileg. Presturinn var gamansamur en hafði einnig margt gott og djúpt að segja. Matthías Matthíasson úr Pöpum söng og gerði það óaðfinanlega. Hann hefur mjög fallega, tæra og hljómmikla rödd. Inngöngulagið sem leikið var á orgelið var með Van Halen og útgöngulagið var „Jump”, en Lalli hefur verið mikill Van Halen-aðdáandi frá unga aldri. Veislan var mjög gaman í veislunni,edna alltaf gaman að vera með skemmtilegu fólki. Góð máltíð, góðar ræður og brugðið á glens, sýndar skemmtilegar myndir frá dögunum fyrir brúðkaupið. Loks var djammað, og voru það vinir Lalla sem spiluðu og Lalli tók 2-3 lög á gítarinn, þ.á.m. „You Shook Me all Night Long”. Eftir það var kíkt niður í bæ og djammað. Þetta var mjög skemmtilegur dagur. Ég óska Lalla og Hönnu enn og aftur til hamingju og vona að gæfan fylgi ávallt þeirra hjónabandi. Ég trúi vart öðru, enda virðast þau sköpuð fyrir hvort annað.
þriðjudagur, júlí 26, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli