mánudagur, júní 06, 2005

Stiklur

Doddi og Mossi útskrifuðust um daginn. Kann ég þeim bestu þakkir fyrir skemmtilega stúdentsveilsu og ánægjulegt kvöld. Þeir eru núna báðir í útskriftarferð og vona ég að þeir skemmti sér vel.

Eins, zwei, Arbeit macht frei. Ég er byrjaður aftur í vinnunni og kann ágætlega við mig. Þægilegt fólk að vinna með manni og allt annað að vinna í góðu veðri, ólíkt við það að þurfa að vinna um vetur í myrkri, snjó og hríðarbyl.

Ég gerði góð kaup í fyrradag, keypti Adore með Smashing Pumpkins og Hunky Dory með David Bowie á verði eins disks og hef hlustað á þá nánast linnulaust.

Ég er loks búinn að fá einkunnir úr öllum prófunum og er mjög sáttur. Meðal einkunn 7, 875. 7 í málfræði, 7,5 í enskri málsögu, 8 í bandarískri menningarsögu og 9 í amerískum bókmenntum.

Ég fer á tónleika með Iron Maiden á morgun. Þá verður gaman.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.