Nú er rætt um málefni Saddam Hussein og að réttarhöld hefjist í sumar og haust. Ákæran í 12 liðum. Óvinir hans sleikja út um og geta varla beðið eftir að höfuðið fjúki af honum. Sjálfur get ég ekki sagt að ég hafi samúð með Saddam Hussein utan þess að ég vil að hann fái sanngjörn réttarhöld hjá viðurkenndum dómstóli og farið verði að alþjóðalögum í meðferð á máli hans. Og ég vil að allir sekir séu dregnir fyrir dóm, að maður refsi ekki einum á meðan aðrir samsekir fái að ganga lausir og spila sig saklausa. Ég vísa í grein sem ég skrifaði um þetta mál 1. júlí 2004 og má finna á þessari bloggsíðu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli