þriðjudagur, júní 14, 2005

Meðferð valds, stjórnmálaleg umræða og Chewbacca-vörnin


Stjórnmálamenn eru saklausir. Og ávallt óskeikulir. Svo gæti maður alltént ætlað. Nú segir ríksendurskðandi að Hann telji Halldór Ásgrímsson ekki hafa verið vanhæfan þegar hann skipti sér af sölu Búnaðarbankans.

Því er merkilegtað sjá hvernig menn tala um málið. Eða tala ekki um það. Ríkisendurskoðandi telur að það þurfi barasta ekkert að ræða aðold Halldórs að málinu frekar og formanni fjárlaganefndar finnst umræðan ekki við hæfi. Sannarlega merkilegt. Hvers vegna er alltaf svona hræðilegt að ræða lagaleg vafamál um hvernig ráðamenn beita valdi sínu? Ef menn grunar að e-ir ráðamenn hafi misbeitt því, er það þá ekki fullkomnlega eðlilegt og lagaleg skylda að ræða það, fara með málið fyrir dóm og leiða það til lykta? Og menn sæti viðurlögum ef þeir sýnast hafa gerst brotlegir? Er það ekki að fara eftir lögum? Mér er einnig spurn hví ráðamenn sem fá slíka gagnrýni geta aldrei svarað gagnrýni málefnalega. Þeir rjúka upp til handa og fóta og taka gagnrýninni sem persónulegri árás, gera lítið úr gagnrýnandanum, segja að hann bulli bara, þetta séu bara dylgjur, láta oft uppnefni og köpuryrði fylgja, án þess þó að svara gagnrýninni. Hvers vegna svara þeir alltaf fullum hálsi ef þeir hafa ekkert að fela, hví gera þeir ekki hreint fyrir sínum dyrum? En þarf þess nokkuð? Hefur félagi Napóleon ekki ávallt rétt fyrir sér?

Maður hlýtur um leið að velta því fyrir sér hversu langt menn þurfi að ganga til þess að þeir séu taldir brjóta lög og yfirleitt þyki ástæða sé til að gera e-ð í málinu . Æðstu menn valdstjórnarinnar virðast alltaf hvítþvegnir, en svipaða sögu er að segja með forstjóra stórfyrirtækja. Davíð Oddson og Halldór Ásgrímsson komust t.d. upp með að ákveða einir að Ísland skyldi lýsa stuðningi við ólögmætt innrásarstríð, af því að Bandaríkjamenn vildu það og skiptu þá íslensk lög og alþjóðalög litlu. Þeir komust upp með að hundsa forseta og þjóðina og þæfa allt það mál endalaust, enda greinlegt hverjum sumir lögmenn eru hliðhollir, fyrst ,með því að véfengja að hann hefði það vald sem þó stóð augljóslega í stjórnaskránni og gerðu svo allt til að flækja fyrir þjóðaratkvæðagreislu, uns við vorum svipt kosningarétti okkar, frumvarpið dregið til baka og skömmu síðar sett aftur fram með smávægilegum breytingum. Skammt er einnig að minnast olíubófanna, síðast þegar ég vissi þá sat einn þeirra enn sem forstjóri. Og þeir geta alltaf svissað yfir í e-ð annað fyrirtæki og eflaust lítið sem hindrar þá í að leika sama leikinn aftur. Alltént var sektin minnkuð því þeir voru svo góðir að hjálpa til. Skiptir þá engu að þeim bar lagaleg og siðferðisleg skylda til að gera hreint fyrir sínum dyrum. Og enn hafa viðskipatvinir ekki fengið aftur fjárhæðirnar sem þessir menn höfðu af þeim. Stór bróðir sér greinilega um sína. Mál eru þæfð endalaust, allt er „túlkunaratriði“ og flestir komast upp með þetta, séu þeir nógu háttsettir. Alþingi getur lýst vantrausti á ráðherra ef hann verður uppvís af broti á valdi sínu, eða hann sagt af sér, en það er vægast sagt ekki mikil hefð fyrir því. Oftast þá sjúga þeir bara spena valdstjórnarinnar. Og þjóðin gleymir þessu, henni er alveg sama. Halldór vill að „fjölskylda hans sé látinn í friði“.
Aumingja Halldór. Hann veltir eflaust fyrir sér hvers vegna eru allir séu svona vondir við hann.
Orðræðan er á sorglega lágu plani. Auk þess að kýta og nota köpuryrði gerist það í besta falli að valdstjórnin gefi út yfirlýsingu sem fréttamenn eiga ekkert að vera að spyrja út í heldur lepja nákvæmlega upp það sem þeim er ætlað að lepja. Maður hlýtur að spyrja sig „Who’s to police the police? Því hún virðist ekki standa sig sérlega vel í að gera það sjálf.
Þegar orðræðan og málarekstur er kominn á þetta plan þá undrar mig að menn hafi ekki enn gripið til Chewbacca-varnarinnar. Ég leyfi mér að vitna í South Park:


Johnny Cochran: Ladies and gentlemen of the supposed jury, Chef's attorney would certainly want you to believe that his client wrote "Stinky Britches" ten years ago. And they make a good case. Hell, I almost felt pity myself!
But ladies and gentlemen of this supposed jury, I have one final thing I want you to consider: Ladies and gentlemen this [pointing to a picture of Chewbacca] is Chewbacca. Chewbacca is a Wookiee from the planet Kashyyyk, but Chewbacca lives on the planet Endor. Now, think about that. That does not make sense! Why would a Wookiee—an eight foot tall Wookiee—want to live on Endor with a bunch of two foot tall Ewoks? That does not make sense!
But more important, you have to ask yourself, what does this have to do with this case? Nothing. Ladies and gentlemen, it has nothing to do with this case! It does not make sense!
Look at me, I'm a lawyer defending a major record company, and I'm talkin' about Chewbacca. Does that make sense? Ladies and gentlemen, I am not making any sense. None of this makes sense!
And so you have to remember, when you're in that jury room deliberating and conjugating the Emancipation Proclamation... does it make sense? No! Ladies and gentlemen of this supposed jury, it does not make sense. If Chewbacca lived on Endor, you must acquit! The defense rests.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.