sunnudagur, júní 26, 2005

Fyrirheitna landið

Við fluttum hann úr eymdinni til fyrirheitna landsins
þar sem gullið myndi drjúpa af hverju strái
og hann færi á hnotskóg og baðaði sig í smjöri
nú stritar hann allan daginn með bogið bak
við aðbúnað sem hæfir þræl
við borgum honum túskilding með gati
og minnum hann á að það er góðæri
ef við byðum löndum okkar sömu kjör
værum við húðflettir, troðið í gapastokk og loks hengdir úr hæsta gálga
heimalningarnir jarma um stolin störf
sem þeir nenna ekki að vinna
en er ekki öllum sama þó hann hafi það skítt?
Hann er helvítis útlendingur

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.