Bloggaði ekkert þann 19. svo ég var ekki búinn að tjá hamngjuóskir mínar til þjóðarinnar með 19. júní þegar landinn fékk jafnan kosningarétt og konur og eignalausir fengu fyrst að kjósa. Margt hefur áunnist en þegar maður lítur í kring um sig í þjóðfélaginu er enn miklu ábótavant og vona ég að við munum aldrei láta deigann síga í jafnréttisbaráttu.
Fleira brennur á hjarta, ekki síst málefni Kastljóssins í gær en nú neyðist ég til að fara að sofa, enda þarf ég að vakna á ókristilegum tíma fyrir allar aldir á morgun. Seisei já, bæjarbúar í dvala og hanarnir hrjóta svo drynur í. Geri eflaust bragarbót á morgun. Góða nótt.
miðvikudagur, júní 22, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli