Ýmislegt hefur á daga mína drifið og skal þess nú getið í stuttu máli.
Á laugardag var Mossi tvítugur og fór ég í afmælið til hans. Átti ég þar ánægjulega kvöldstund með góðum vinum. Þaðan fór ég svo í kórpartý til Dodda (þ.e. Dodda kórbróðure og frænda). Var þar og mikið komið saman af góðu fólki og var dansað sungið og drukkið öl fram á nótt. Ég þakka kærlega fyrir mig. :)
Talandi um kór; þá líst mér afar vel á hvernig mál eru að þróast með Bohemian Rhapsody. Kiddi fékk því framgengt við Martein að Bragi syngi einsöng, með Kidda á píanóinu og Halla á rafmagnsgítar. Hljómaði þetta ansi hreint flott og með frekari æfingum og slípingu sé ég fram á að þetta verði alveg magnað hjá okkur.
Á fimmtudag brá ég mér í Rosenberg-kjallarann og sá Teague League spila. Frábært djasstríó skipað píanóleikara, kontrabassaleikara og trommuleikara. Unaðsleg tónlist, léku þeir lengi og stúlka sem ég þekki ekki nafnið á söng nokkur lög með þeim af stakri prýði. Móttökurnar voru afar góðar og voru þeir ítrekað klappaðir upp. Hitti Kidda og Co, skruppum á Café Cultura, síðan hittum við hóp MR-inga ásamt dönskum skiptinemum og álpuðumst með þeim heim til Kára í teiti.
Ég tryggði okkur Vésteini og Telmu miða á Iron Maiden í júlí. Þá verður gaman.
Í kvöld er svo förinni heitið á uppistand með Eddie Izzard á Broadway. :)
fimmtudagur, mars 10, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli