Ég vil biðja lesendur um einnar mínútu þögn til minningar um Tommy Vance sem lést á sunnudag, 63gja ára að aldri eftir heilablóðfall. Tommy var þekktastur fyrir störf sín sem plötusnúður á Radio one í London en stjórnaði á síðustu árum sjónvarpsþættinum The Friday Rockshow á VH1. Ég var einlægur aðdáandi þáttarins á táningsárum mínum. Tommy var alltaf auðþekktur af kolsvörtum sólgleraugunum og dimmri og rámri viskýrödd. Hann einsetti sér ávallt að flytja manni besta rokk sem völ var á og gerði vel. Þekking hans á rokki virtist ótæmandi. Ég á honum mikið að þakka fyrir að flytja mér góða tónlist, hafa veitt mér margar ánægjustundir á föstudagskvöldum og fyrir að hafa kynnt mér fjöldan allan af góðum hljómsveitum sem ég held upp á í dag. Ég þakka fyrir góðar stundir. Blessuð sé minning Tommy Vance. Rock on!
Lag dagsins: Knockin' On Heaven´s Door
fimmtudagur, mars 10, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli