Fór á Komin til að sjá og sigra í Loftkastalanum á laugardaginn. Æðisleg sýning. Ég hef sjaldan séð jafn mikið lagt í menntaskólasýningu. Ég hvet alla sem hafa ekki enn séð hana til að drífa sig nú á hana.
Á sunnudaginn fór ég svo með Laufeyju föðursystur minni, mömmu, ömmu, Vésteini og Telmu í óperuna að sjá Toscu. Hún var afar mikilfengleg, umgjörðin einstaklega flott að maður tali ekki um tónlistina og Elín Ósk, Jóhann Friðgeir og Ólafur Kjartan voru stórkostleg.
Það er grein eftir mig á vinstri.is. Nefnist hún „Kosningar í Írak og ábyrgð Íslendinga“.
miðvikudagur, mars 02, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli