Síðustu dagar hafa einkennst af miklu námi sem hefur á stundum verið að gera undirritaðan gráhærðan. Þá hefur verið ljúft að geta svifið í faðm minnar heittelskuðu Auðar, en milli lærdóms og anna höfum við reynt að vera saman eins mikið og við höfum getað. Við höfum nú verið lagalega saman í 2 vikur, en kynntumst í desember.
Fórum í síðustu viku á Edith Piaf, bæði í annað sinn og var það immer gleich schön. Brynhildur Guðjónsdóttir er gyðja og það er sem hún syngi í senn með hjarta, sál og líkama.
NOTA BENE: Lesandi góður, ef þú sérð einhverja mynd í ár skaltu sjá hina mögnuðu mynd Un Long Dimanche, nýjustu mynd meistarans Jean-Pierre Jeunet (City of lost Children, Amélie), sem er sýnd á frönsku kvikmyndahátíðinni. Þessi mynd er stórfengleg, yndislegt listaverk sem ég trúi ekki að láti neinn ósnortinn. Svo var alla vegana ekki með mig.
föstudagur, janúar 21, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli