Alla tíma sælir og blessaðir, heykrókar góðir!
Það er helst af mér að segja að ég er nýorðinn hákúltiveraður háskólanemi, ungur maður á framabraut sem mun landið erfa. Eftir mikil heilabrot og tilvistarkreppu skráði ég mig í ensku, en hefi einnig getað hugsað mér bókmenntafræði, ef tímar hefðu ekki skarast. Ég er nú skráður í 12,5 einingar; enska málfræði, enska málsögu, bandaríska menningarsögu og bandarískar bókmenntir. Það eru óneitanlega nokkur viðbrigði að vera byrjaður í skóla aftur. Gaman að hitta gömul og nýa andlit og spennandi að byrja ný fög sem eru ýmis hver áhugaverð og gjarnan skemmtileg en um leið nokkuð uggvænlegt að hefja hörkunám á ný eftir að hafa ekki lært síðan í vor, þar af mesta heimnavinnan í menningarsögunni, auk þess sem fögin og efni er auðvitað misskemmtilegt. Kennararnir eru viðkunnalegir, sérlega eru Mathew Whelpton og Julian D’Arcy skondnir fýrar. Í fyrsta tíma menningarsögu í Háskólabíói skýrði Mr. D’Arcy okkur frá hvernig kennslu yrði hagað í faginu og varði svo restinni af tímanum til að segja okkur frá eftirlætis íþróttinni sinni; amerískum fótbolta. Var það bæði áhugavert og fyndið.
Eins og gefur að skynja var ég mjög spenntur fyrir bókmenntunum og hafa textarnir og tímarnir hingað til enda verið að mestu afar ánægjulegir. Um daginn hvatti bókmenntakennarinn okkar okku þór til að nálgast Ralph Waldo Emerson og "Self-reliance" með opnum hug og gefa honum séns. Það gerði ég. Mér fannst hann samt leiðinlegur og var í mörg afar ósammála honum.
"Biblía sjálfstæðisflokksins" hugsaði ég að lestri loknum. Þeim mun skemmtilegra var að lesa „Rip Van Winkle“ eftir Washington Irving og „My kinsman,Major Molineux“ og Young Goodman Brown“ eftir Nathaniel Hawthortne, þær voru alveg magnaðar.
föstudagur, janúar 21, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli