miðvikudagur, júní 17, 2009

Köttur í sekk

Skáldum tekst oft öðrum fremur að komast að kjarna hlutana, eða þá að orða hlutina betur en flestir aðrir. Stundum er það inspírasjón, stundum er það hreinlega gífurleg þolinmæði sem þarf til þess að slípa og finna besta orðalagið. Gjarnan er þetta blanda af þessu tvennu.

Oft hefur verið vitnað til orða Arnae Arnae í Íslandsklukkunni við Úffelen. ég ætla að gera það líka. Mér til varnar segi ég að ég tel þessi orð eiga jafn mikið ef ekki hreinlega meira við í dag en þegar þau voru skrifuð á stríðsárunum (þar að auki hef ég þó alltént lesið bókina sem er meira en margir tilvitnendur gera, þó ég hafi nú satt að segja ekki lesið ýkja mikið annað eftir Laxness, utan slatta af smásögum hans og ljóð, nokkuð sem ég hyggst bæta):

„Maður sem ætlar að kyrkja lítið dýr í greip sinni mun að lokum þreytast. Hann heldur því í armslengd frá sér, herðir takið um kverkar þess sem má, en það deyr ekki; það horfir á hann; klær þess eru úti. Þetta dýr mun ekki vænta sér hjálpar þó tröll komi með blíðskaparyfirbragði og segist skulu frelsa það. hitt er lífsvon þess að tíminn sé því hallkvæmur og lini afl óvinar þess. Ef varnarlaus smáþjóð hefur mitt í sinni ógæfu borið gæfu til að eignast mátulega sterkan óvin mun tíminn gánga í lið með henni eins og því dýri sem ég tók dæmi af. Ef hún í neyð sinni játast undir tröllsvernd mun hún gleypt í einum munnbita. Ég veit að þið hamborgarmenn munduð færa oss íslenskum maðklaust korn og ekki telja ómaksvert að svíkja á oss mál og vog. En þegar á Íslandsströnd eru risnir þýskir fiskibæir og þýsk kauptún, hve leingi mun þess að bíða að þar rísi og þýskir kastalar með þýskum kastalaherrum og málaliði. Hver er þá orðinn hlutur þeirrar þjóðar sem skrifaði frægar bækur? Þeir íslensku mundu þá í hæsta lagi verða feitir þjónar þýsks leppríkis. Feitur þjónn er ekki mikill maður. Barinn þræll er mikill maður, því í hans brjósti á frelsið heima."

Jónas E. Svafár yrkir svo árið 1967:

Klettabelti fjallkonunnar

ráðherra viðskiptanna telur
að vegurinn til velgengi sé
að fórna efnahag og sjálfstæði
með köldu blóði eins og þorskur

sá frumstæði í forsætinu segir
að trúin á landið sé lík
og trúin á stokk og steina

þeir nota gjaldeyri ríkiskassans
til að drepa niður framleiðsluna

þeir eru að reisa við erlenda stjórn
yfir klettabelti fjallkonunnar


og 1962:

Efnahagsmál

hleypur kvikfjárræktin af sér hornin
yfir hersveitir landbúnaðarins

setja hraðfrystihúsin við sjávarútveginn
heimsmet í fjárdrætti á hlaupareikning

græðir verzlunin sóttkveikjurnar
þegar grefur í gjaldþrota verðbólgu

hittir iðnaðurinn naglann á höfuðið
með fjárfestingu líkkistunnar


Ég óska Evu Joly annars alls hins besta og vona að íslenskir kerfiskallar og kellingar geti andskotast til að leifa henni að vinna við viðunandi aðstæður til að ráða fram úr þessu helvítis fokking fokki fremur en að reyna að nota hana sem einhvers konar hljóða puntbrúðu.

Gleðilega þjóðhátíð.

3 ummæli:

出張ホスト sagði...

女性会員様増加につき、当サイトの出張ホストが不足中です。女性の自宅やホテルに出向き、欲望を満たすお手伝いをしてくれる男性アルバイトをただいま募集していますので、興味のある方はTOPページから無料登録をお願いいたします

家出 sagði...

最近様々なメディアで紹介されている家出掲示板では、全国各地のネットカフェ等を泊り歩いている家出少女のメッセージが多数書き込みされています。彼女たちはお金がないので掲示板で知り合った男性とすぐに遊びに行くようです。あなたも書き込みに返事を返してみませんか

Einar Steinn sagði...

Sorry, but I don't understand your language. Could you post this in English or Icelandic?

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.