Mikki mús reynir sjálfsmorð
Nei, þessi mynd er ekki fölsun eða "fanfiction".
Ég gerði þá skrýtnu og truflandi uppgötvun í dag að það er í raun og sanni Mikka-saga frá 1930 sem sýnir Mikka reyna sjálfsvíg. Floyd Gottfredson teiknaði hana en hugmyndin kom frá Walt Disney sjálfum. Tímarnir breytast og húmorinn með (en þá er rétt að taka fram að myndasögunum var ekki beint sérlega að börnum á sínum tíma). Pælingin var að láta Mikka gera margvíslegar mismunadi sjálfsvígstilraunir sem áttu að mistakast á bráðhlægilegan hátt. Mína var í tygjum við e-a rottu og Mikki hélt að allt væri búið milli hans og hennar og sá ekki lengur ástæðu til að lifa.
Ah, well, S.L.A.G.I.A.T.T.*
*Seemed like a good idea at the time.
Hér getið þið lesið meira um þetta og séð dæmi um tilraunir hans
"You're way too beautiful girl, that's why it will never work. You'll have me suicidal, suicidal when you say it's over"
-- úr laginu Beautiful Girls með Sean Kingston.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli