Auðir bíða vegirnir
Auðir bíða vegirnir
eftir léttum fótum þínum
hljóður bíður vindurinn í dimmunni
eftir björtum lokkum þínum
þögull bíður lækurinn
eftir heitum vörum þínum
grasið bíður döggvott
og fuglarnir þegja í trjánum
augu okkar mætast
milli okkar fljúga svartþrestir
með sólblik í vængjum
-- Snorri Hjartarson
mánudagur, mars 09, 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli