miðvikudagur, mars 11, 2009

Pro-life is anti-woman

Uppfært sunnudaginn 15. mars; ég lagaði hlekkinn á George Carlin.

Þessi frétt af stúlkunni sem var nauðgað og fór í fóstureyðingu, sem varð til þess að kaþólsk biskupsdrusla bannfærði móður hennar og læknana sem framkvæmdu aðgerðina, og nú til þess að vatíkönsk kardínáladrusla tekur undir með þeirri fyrri, hlýtur að teljast með þeim ljótari þegar kemur að deilunni um fóstureyðingar, þó að hún sé því miður ekkert einsdæmi.
Ég held að meistari George Carlin hafi fjallað manna best um þessa deilu.

Mér er sama hvað þið segið, kardínálinn er bara fokkíng krípí á þessari mynd!
Og hvað er málið með Ratzinger/Benedikt? Maðurinn minnir mig iðulega á keisarann í Star Wars:

"Everything is proceding as I have foreseen.".

2 ummæli:

Sóli sagði...

Tak eftir því að barnanauðgarinn var ekki bannfærður! En, með Benna póp, ... sem barn fékk hann víst eitthvað misjafnt í uppeldinu (innrætinu?!) fyrst hann var nú í Hitlersæskunni, en sú grúbba var nú allsvakaleg við lok styrjaldarinnar. Vonandi að kallinn vitkist eitthvað með árunum.

Einar Steinn sagði...

Biddu fyrir þér (pun intended), hvers er að vænta af stofnun sem hylmir kerfisbundið yfir níðinga úr eigin röðum?
Presturinn/níðingurinn Oliver O'Grady esm fjallað er um í heimildamyndinni Deliver Us from Evil er gott dæmi, þar náði yfirhylmingarsamsærið alveg inn til Vatíkansins. Ratzinger, sem þá var kardináli, tryggði að innbyrðis rannsókn kirkjunnar á kynferðisbrotum klerka yrði fyrir luktum dyrum.

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.