"Hvernig bjór má bjóða þér?"
Um helgina var ég staddur á öldurhúsi niðri í bæ, eins og ég á vanda til.
Ég kem mér fyrir við barinn og virði fyrir mér bjórtegundir.
Barþjóninn kemur svo og sér að ég er að velta fyrir mér hvaða bjór sé kræsilegastur.
"Hvernig bjór má bjóða þér?" spyr hann mig og ég bendi honum á bjórinn sem mér hugnast.
Eftir nokkra stund kemur hann með bjórinn og segir "Það gerir 650 krónur".
Þetta kalla ég nú ekki að bjóða.
1 ummæli:
Ég er hættur að kaupa bjór nema hjá Hemma og Valda. Hann mas bragðast betur.
Skrifa ummæli