miðvikudagur, desember 17, 2008

Ég sé ekki eftir neinu, geri hlutina á minn hátt og kaupi mér fokking bimma

Það vakti stækan viðbjóð hjá mér um daginn að heyra Non, Je Ne Regrette Rien ("Nei, ég sé ekki eftir neinu") með Edith Piaf notað í auglýsingu, fyrir bíla, minnir mig. Það er einmitt vegna þess hversu mikið ég held upp á lagið og söngkonuna, þetta lag sem endurspeglaði svo uppgjör söngvarans við líf sitt og var svo lýsandi og "súmmeríserandi", á svipaðan hátt og My Way var fyrir Frank Sinatra.
Djíses kræst, er ekkert heilagt lengur eða hvað? Var ekki nóg að hafa Rass og Megas í auglýsingu? Ef ég gæti sett boðorð þá yrði þetta eitt þeirra: "Þér skuluð ekki leggja tónlistarperlur við hégóma." og að veiðileyfi yrði sett á þá sem framkvæmdu slíka svívirðu. Látum vera með Megas og Rass sem sjálfir gældu við gullkálfinn, en þetta finnst mér vera argasta móðgun við minningu söngkonunnar og finnst mér að auglýsendurnir mættu skammast sín, draga auglýsinguna til baka og biðjast opinberlega afsökunar. Fyrir mér er þetta ekki svo mikið spurning um lög heldur siðferði og drengskap, hvort fólk hefur snefil af manndómi í sér.

Uppfært 18. desember kl. 21:15
Í gær sá ég svo Garúnar-Garúnar-senuna úr Djáknanum á Myrká notaða í auglýsingu, sem ég gat ekki séð að tengdist sögunni vitundar ögn.
Nú bíð ég þess bara að heyra "Móðir mín í kví kví" í bleyjuauglýsingu.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Svakalega ertu fasískur, Einar. Mega börn hinna dauðu ekki nota arfleið foreldra sinna til að auðvelda líf sitt lengur? Skal arfur allra vera gerður upptækur og læstur inni í glerbúri svo hinir "illu" geti ekki saurgað hann?

Einar Steinn sagði...

Ef þau mega það þá má mér líka þykja það ósmekklegt ef hann er notsðutr á þennan hátt.
Ekki það, ég veit ekkert hver á nú réttinn að höfundarverki hennar, þykir nú líklegra að það sé eitthvað plötufyrirtækið en ættingjar, og ég hef ekki mikla samúð með ættingjum sem virða hana ekki meira en svo. Veit nú heldur ekki til þess að ættingjar hennar séu eitthvað að lepja dauðann úr skel.

Edith Piaf eignaðist engin börn sem komust á legg. Hún eignaðist eina dóttur sem dó ungabarn.

Af orðum þínum að dæma sýnist mér þú ekki hafa mikinn skilning á orðinu "fasismi". En geri þetta mig að fasista, nú, þá verður víst bara að hafa það.

Einar Steinn sagði...

Leiðinda innsláttarvillur. Þarna átti auðvitað að standa "notaður".

Einar Steinn sagði...

...eða í kvenkyni. Whatever. :P

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.