sunnudagur, júní 15, 2008

My friends are gonna be there too...

Rakst á eftirfarandi snilld af tilviljun þar sem ég var að gúglast í dag, en hú er fengin af heimasíðu Páls Kristbjörnssonar guðfræðings
og rituð í fyrra. Tilefnið var frétt í Morgunblaðinu um að flugskeytum hafði verið skotið á Ísrael og Ísraelsstjórn gaf leyfi til hernaðaraðgerða. Ég gef Páli orðið:

"Sótt að guðs eigin landi

Þetta ótrúlega hatur bræðra Múhammeðs magnast upp. Siðspilltir skjóta þeir á bræður vora í Ísrael og hika jafnvel ekki við að ala syni sína hatri og senda sprengjum búna til sjálfsvígs.

Ótrúleg þykir mér einnig samúð margra vorra Vestrænu bræðra með djöfullegum málstað arabanna og nefni hér sem dæmi félagsskap vinstri Guðlausra hér á landi Ísland-Palestína, sem hvað eftir annað kemur fram með lygum og rógburði.

Sannlega eru handbendi Kölska mörg og máttug. Þau munu þó öll skelfast og uppbrenna þegar Drottinn vor Jesú snýr aftur á Efsta Degi.

Amen"

Það var og. Ekki nóg með að ég sé vinstrisinnaður guðleysingi, lygari og rógberi heldur er ég víst handbendi Satans að auki. Ekki amalegt syndaregistur, það. En hjúkkit að Jesú ætlar að skelfa mig og brenna á efsta degi af náð sinni og miskunn.
Alltaf gaman að sjá svona Schadenfreude hjá trúarnötturum, Þeir bæta svo jafnan við að þeir elski mann samt og muni biðja fyrir manni. Með svona vini þá er víst lítil þörf á óvinum.

1 ummæli:

Vésteinn Valgarðsson sagði...

Úúúúúú hvaðp ég er hræddur, Jesús kemur aftur og hann verður sko brjálaður!

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.