Með síðdegiskaffinu: Relationship of Command með At the Drive-In og A Thousand Splendid Suns eftir Khaled Hosseini. Merkilegt að ég hafi ekki hlustað meira á At The Drive-In, þar eð mér finnst þessi plata drullugóð. Á hins vegar De-Loused in the Comotarium með The Mars Volta og finnst hún mjög góð. Hef samt ekkert hlustað á The Mars Volta umfram það. Spörtu hef ég heldur ekkert hlustað á að ráði. Hvað Hosseini varðar var ég afar hrifinn af The Kite Runner og þessi bók lofar góðu, margir hafa sagt mér að þessi sé enn betri. Ekki amalegt, það. Hef hins vegar ekki séð Kite Runner-myndina enn. Hafi einhver lesenda séð hana þætti mér vænt um að heyra álit viðkomandi á myndinni, ekki síður ef viðkomandi hefur líka lesið bókina.
Hef líka verið að hlusta smá á Nation með Sepultura. Fín plata, það.
Lag dagsins: Invalid Litter Dept. með At The Drive-In, af plötunni Relationship of Command:
föstudagur, júní 13, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli