Lag dagsins: Animal með Def Leppard, af plötunni Hysteria:
Skemmtilegt þegar góð lög rifjast upp fyrir manni, en þessu lagi kynntist ég fyrst í eðalþættinum The Friday Rockshow á VH1 á gaggóárum mínum. Ég á þetta lag reyndar á fyrrnefndri vínilplötu en Vésteinn flutti að heiman með plötuspilarann og ég hef ekki hlustað á plötuna í allav. 8 ár, ef ekki meira, þó skömm sé frá því að segja.
Að öðru ótengdu þá játa ég að ég sá aldrei Karate Kid. Það rifjaðist hins vegar upp fyrir mér um daginn að ég átti Karate Kid karl sem ég var búinn að steingleyma, og hafði ekki munað eftir árum saman, sem er skrýtið, því hann var drullutöff. Ég átti sumsé þann í gula stakknum:
miðvikudagur, júní 25, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli