mánudagur, júní 23, 2008

In memoriam

Ég vil biðja lesendur um einnar mínútu þögn til minningar um tvo snillinga á sínu sviði: Brynju Benediktsdóttur leikkonu og leikstjóra og grínistann George Carlin. Ég bý að góðum minningum um Brynju og votta Benna og Erlingi innilega samúð mína. Ein besta minningin er frá kvöldinu í Kaffileikhúsinu þegar settir voru upp þættir úr Dags hríðar sporum eftir pabba, en Brynja og Erlingur settu leikritið einnig upp árið 1980. George Carlin var eftirlætis grínistinn minn og mikil hetja. Hans verður jafnframt sárt saknað. Ég er þakklátur fyrir bein og óbein kynni af þeim báðum. Sólin lýsi minningu beggja.*
*Svo vitnað sé í trúarbragðaskitt Carlins hér fyrir neðan.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.