laugardagur, apríl 12, 2008

Ég veit að þetta er bara rokk og ról...

...en ég fíla það.
Í tætlur.

Andaktungurinn bendi öllum alvöru rokkhundum á að skella sér á Shine a Light, tónleikamynd Martin Scorcese um The Rolling Stones. Þetta er fyrst og fremst tónleikamynd en skartar inn á milli viðtölum af löngum ferli þeirra. Unun fyrir gallharðan Stóns-aðdáanda eins og andaktunginn að hlýða og horfa á eina eftirlætis sveitina sína, en andaktungurinn álítur The Rolling Stones e-a bestu rokksveit allra tíma. Alltaf skulu þeir vera jafn æðislegir.
Andaktungurinn bendir einnig lesendum á að sjá þá mögnuðu mynd Gimme Shelter.

Andaktungurinn fagnar því að annar sjálfra Maysles-bræðra, Albert, (en þeir bræður gerðu m.a. Gimme Shelter og Salesman) skuli vera heiðursgestur heimildamyndahátíðarinnar á Patreksfirði í næsta mánuði. Maysles-bræður voru helstu talsmenn þeirrar stefnu að kvikmyndagerðarmaðurinn skyldi hafa sem minnst afskipti af viðfangsefninu, vera "fluga á vegg", boðuðu cinema vérité í heimildamyndum. Andaktungurinn þangað.

Lög dagsins: Beast of Burden, af plötunni Some Girls, Sweet Virginia og Loving Cup (þau tvö síðstnefndu komu út á eðalplötunni Exile on Main Street, þessar tónleikaupptökur er frá 1972) með The Rolling Stones.



2 ummæli:

Einar Steinn sagði...

Mér finnst samt myndin markaðssett á röngum forsendum. Hún er auglýst sem heimildamynd sem fari yfir langan feril sveitarinnar og að við fáum að sjá brot af tónleikum. Því er eiginlega fremur öfugt farið.
Myndin er fyrst og fremst tónleikamynd og heimild um þá tónleika sem haldnir voru fyrir myndina, við fáum svo viðtalsbrot af ferlinum plús gamalt skot af Rolling Stones að spila. Það síðast nefnda er það eina sem maður fékk að sjá af öðrum tónleikum sem maður fékk að sjá. Það er því túlkunaratriði hvort megi kalla þetta heimildamynd. Ég er sáttur við útkomuna, enda magnaðir tónleikar og mikil upplifun í sjálfu sér, og ég hafði sömuleiðis gaman að viðtölunum en rétt skal vera rétt. Hvað viðtölin varðar hefði nú samt verið gaman að fá að heyra eitthvað frá fyrrum meðlimum sveitarinnar, Brian Jones heitnum, Bill Wyman, nú, eða Mick Taylor.

Einar Steinn sagði...

Einu "maður fékk að sjá" ofaukið. Mea culpa. :P

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.