föstudagur, apríl 04, 2008

Föstudagssíðdegi

Setið að kaffidrykkju sem endranær og hlustað á safndiskinn Remasters með Led Zeppelin og lesið í Film History: An Introduction. Tókst að gleyma Representing Reality eftir Bill Nichols á kóræfingu í gær og þarf því að reyna að nálgast hana í dag. Týpískur ég. Í augnablikinu er ég að hlusta á All of My Love.

Bill Nichols er einn af fjölmörgum brillíant fræðimönnum sem lætur afar illa að setja mál sitt fram á skýran og greinagóðan hátt. Óttalega fræðilegur fræðimaður, uppskrúfað málfar, langar heimspeki- sálfræði- og tilvistalegar vangaveltur, lopinn teygður í tyrfnum vaðli. Ég er ekkert viss um að þetta sé meðvitað hjá karlinum, sýnist þetta fremur vera útbreiddur fræðimannafaraldur, og þetta er býsna skæður andskoti. Ég ítreka að ég er ekki einn um þessa skoðun í bekknum, við eigum flest í dágóðu basli við bókina. Á slíkum stundum er maður þakklátur fyrir fræðimenn á borð við Magnús Þorkel Bernharðsson eða Þorstein heitinn Gylfason.

Þegar ég les Nichols og ýmsa aðra fræðimenn af áðurnefndum toga, verður mér jafnan hugsað til grínsins með Stephen Fry og Hugh Laurie þar sem þeir ræða tungumálið. Sjá neðra myndbandið í færslunni "Balls in the sense of balls" frá föstudeginum 22. febrúar 2008 á þessu bloggi.

Ég er hæstánægður með að hafa eignast dágott safn af myndum Werners Herzogs, og þakka Kristjáni fyrir millgöngu sína (ég á sumsé ekki kreditkort). Í öðrum pakkanum eru allar myndirnar sem Herzog gerði með Klaus Kinski; Nosferatu - Phantom des Nachts, Aguirre, der Zorn Gottes, Fitzcarraldo, Cobra Verde og Woyzeck auk myndar Herzogs um samband sitt og Kinski; Mein liebster Fiend. Í hinum pakkanum er Auch Zwerge haben klein Angefangen, Jeder für sich und Gott gegen alle, Fata Morgana, Herz aus Glas og Stroszek.

Að sama skapi er ég ánægður með kaup mín á þremur bókum Kurt Vonnegut; Cat's Cradle, Palm Sunday og Breakfast of Champions.

Fyrir tónlistarfanatíker eins og mig er sérlega skemmtilegt að rekast á þessa þessa upptöku af John Bonham í stúdíói að spila trommulínu fyrir All of My Love. Þvílíkt über-þönder og þvílík innlifun hjá manninum! Það heyrist svo jafnframt í hljóðunum og umlinu sem hann gefur frá sér þegar hann spilar. :)
Mæli með að þið blastið þessu.

4 ummæli:

Heiða sagði...

Auch Zwerge haben klein Angefangen, þetta hefur lengi verið ein af mínum uppáhaldsmyndum. Vá!

Einar Steinn sagði...

Þá hlakka ég enn meira til að sjá hana. :)

Þegar þessi ummæli eru rituð hef ég séð Nosferatu-Phantom des Nachts, Aguirre, der Zorn Gottes, Jeder für sich und Gott gegen Alle og Mein liebster Fiend. Ég er yfirleitt afar hrifinn af myndunum hans.

Á svo að skila ritgerð um mein Liebster fiend þann 25. þessa mánuðar.

Ég er líka yfirleitt orðinn æ forvitnari um þýska nýbíóið. Hefurðu séð Der Himmel über Berlin eftir Wim Wenders? Hún er dásamleg.

Hitt skal ég játa að mér fannst Heller Van eftir Von Trotta hrútleiðinleg og Lili Marleen eftir Fassbinder var dálítið leiðinleg líka. Ég ætla samt að gefa Fassbinder séns, enda skilst mér að þetta sé langt í frá besta myndin hans. Mögulega gef ég Von Totta auka séns.

Heiða sagði...

Der Himmel über Berlin á ég og framhaldið líka, og hef séð hana ca. 25 sinnum. Hún er ástæðan fyrir því að ég flutti til Berlínar.....Ef þú vilt halda þýskt kvöld erum við til sko. Bara þú kemur með eina og ég get spilað eina af mínum. Á eitthvað smá af Wim Wenders, t.d. Tokio Ga sem er sniiiiiiiiiiiiild.

Einar Steinn sagði...

Líst ljómandi vel á það. Sé bara hvenær stendur best á. :)

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.