þriðjudagur, mars 11, 2008

Glöggt er gests eyrað...

Sem unnandi Pink Floyd og hafandi m.a. hlustað mikið á The Piper at the Gates of Dawn og The Dark Side of the Moon rann upp fyrir mér að það er eiginlega sami hljómagangur í orgelinu í Pow R. Toc H. á Piper, sem hefst á ca.03.06 og í upphafsstefinu í Breathe á Dark Side. Ekki nóg með það, hlátur og svo neyðaróp leiðir inn í stefið í Breathe en manískur hlátur inn í stefið í Breathe.
Þið getið hlustað á Pow R. Toc H. og Breathe ef þið viljið sjá hvað ég á við.

Mér finnst eiginlega líkindin vera full mikil til að um hreina tilviljun geti verið um að ræða. Þætti gaman að vita hvað Roger Waters hefði um þetta segja. Þætti einnig gaman að vita hvort fleiri hafa uppgötvað þetta en ég.

Njörður? Moi?

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Einhver sagði mér að báðar plöturnar hefðu verið undir sterkum áhrifum frá meðlimum Pink Floyds. Það vill oft vera þannig að höfundar verka hafa áhrif á niðurstöðuna. Þannig gerist til dæmis oft að verk listamanna hafa svokölluð höfundaeinkenni. Þetta þykir þó ekki sannað og ég þætti nú lélegt eintak í akademíunni ef ég myndi nokkurn tímann tala um þessa höfunda kenningu mína. Höfundurinn er jú engin breyta í alvöru vísindum í dag. En sem tvö einstök verk, sem ekki má skoða se verk í menginu Pink Floyd, er það einstaklega magnað að þeir hafi notað svipaða hljómagang. Ætli heimurinn sé hættur að stækka? Er sífellt endurtekning til marks um að nú sé fátt eftir annað en dauðinn?

Einar Steinn sagði...

Þú ert kaldhæðinn maður, Jón Örn.
En þetta rennir þá bara stoðum undir að ég hef rétt fyrir mér. Enda var þetta nú ekki hugsað sem nein samsæriskenning. :)

Viltu þá meina að Barthes sé saklaus af höfundarmorðinu eða er búið að blása aftur lífi í korpnaðan belg?

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.