Sekkjapípur
Sekkjapípa er hljóðfæri sem ég hef lengi haldið mikið upp á. Ég held hins vegar að ég sé með þeim fáu sem finnst hljómurinn fallegur. Jafnvel þeir fáu sem ég þekki sem fíla sekkjapípur finnst þær kannski töff, jafnvel flottur hljómur en ekki fallegur. Mér finnst þær í senn hljómfagrar og töff. Gleymi til dæmis aldrei sekkjapípusenunni í Braveheart eftir að faðir William dó. Ég fyllist hrærðu skosku þjóðarstolti, eins konar hræringi bræðandi og örvandi fegurðar (svo ég slái nú um mig með Schiller), þó svo að ég viti ekki til þess að sé skoskur dropi í mér, og fýsir að klæðast skotapilsi "traditional manner, ma'am", rífa í mig Haggis, tala með sterkum skoskum hreim ( mér þykir skoskur hreimur svo heillandi: "Och, where's Mc Angus?" "Ay, he´s over there, talking to Farquar, that glaikit chiel") arka um hálendin með fjárhundinum mínum, stunda drumba- og/eða dvergakast og þar fram eftir götum. Roamin' in the gloamin' with my bonnie by my side.
Ég neyðist víst bara til að vera áfram wannabe.
Ég sker mig úr með ýmislegt svona. Mér finnst Ringo Starr vanmetinn. Mér finnst George Lazenby líka vanmetinn Bond-leikari.
Mér flýgur í hug sena Í Family Guy þar sem Peter sagist hafa grunað að að Louis væri ekki raunverulegur KISS-aðdáandi þegar hún klæddi sig up sem Peter Criss: "Nobody wants to be Peter Criss, not even Peter Criss".
Hlýðið svo á Irish Heartbeateftir Van Morrison í flutningi Billy Connolly.. Ekki síst á ca. 02:30 þegar sekkjapípurnar kikka inn.
KK er í mikilli spilun hjá mér, sem og Bob Marley. Í augnablikinu er ég að hlýða á Exodus
Engin ummæli:
Skrifa ummæli