föstudagur, september 07, 2007

Í minningu Pamínu

Kötturinn minn, Pamína, er látin, 17 ára að aldri. Hennar verður sárt saknað. Heilsa hennar var orðin svo að það var aðeins um það að ræða að hún yrði svæfð eða að hún þyrfti að þjást, og hún átti hvort eð er stutt eftir.
Þar sem ég kveð ástkæran köttinn minn er ég þakklátur fyrir allar þær góðu minningar sem ég mun eiga um hana, þennan stóra, sterka og gáfaða kött, þennan skemmtilega, ljúfa og trygga vin sem hefur verið félagi minn frá því að við vorum bæði ungviði. Þakka þér fyrir samfylgdina, Pamína. Betri kött hefði ég ekki getað hugsað mér.

Bróðir minn minnist hennar líka á hversdagsamstri sínu.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég samhryggist, Pamína var yndisleg!
Heiða

Nafnlaus sagði...

Ég samhryggist, Pamína var yndisleg!

Einar Steinn sagði...

Þakka fyrir það, Heiða. Mér þykir mjög vænt um samhuginn. :)
Það var hún svo sannarlega. Pamína hélt reisn allt til enda, eða eins og bróðir minn orðaði það svo vel: "...bar sig alla tíð sem sá töffari sem hún var".

Líkamsleifar hennar verða brenndar og svo höfum við hugsað okkur að dreifa ösku hennar á þann stað sem hún hélt mest upp á, það er í gamla kirkjugarðinum. Minn orðheppni bróðir orðaði það svo að nú hún færi á sínar eilífu veiðilendur.

HieronymusP sagði...

Innilegar samúðarkveðjur! Það er alltaf sárt að missa gæludýr.

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.