þriðjudagur, ágúst 21, 2007

Tónaóður: Af plötum tveggja snillinga
Ég keypti mér Frágang með Megasi og Senuþjófunum um daginn og hæstánægður með þau kaup. Ekki besta platan hans en hún mjög mjög góð. Hún hefur enda verið í mikilli spilun hjá mér undanfarið.
Ég keypti mér líka disk með öðrum meistara um daginn, sem jafnframt er einn af eftirlætis tónlistarmönnunum mínum, Tom Waits. Ég er á því að hvað hann varðar eigi maður að kaupa heilar plötur með honum, ýmsar platnanna lifa líka eigin lífi, t.d. Frank’s Wild Years (kannski ekki skrýtið með hana, tónlistin var samin fyrir leikrit). Þó stóðst ég ekki mátið og keypti mér safndiskinn Used Songs með lögum frá 1973-1980. Þetta er ekki tæmandi úrval og endalaust mætti deila um valið og lögum sem ekki rötðu inn, en lagavalið er þó mjög gott. Hver perlan rekur aðra. Ég held t.d. að fáir hafi samið jafn fallegt upphafslag á fyrstu pötunni sinni og Tom Waits gerði með Ol’ 55 af plötunni Closing Time. Það kemur mér svo ekki á óvart að Kathleen Brennan og Tom Waits eigi átt svo langt og farsælt hjónaband þegar ég heyri Jersey Girl. Hvaða kona myndi ekki kikna í hnjáliðunum ef þetta lag væri samið til hennar?

Á fimmtudaginn eru tribute-tóneikar til heiðurs Tom Waits. Það er ekki hægt að toppa Waits, aðeins votta honum virðingu. Er að spá að skella mér, líst vel á þetta. Mér er annars minnisstætt þegar ég flutti Yestarday’s Here í söngvakeppninni í MR. Æðislegt lag af e-i uppáhalds plötunni minni með honum, áðurnefndri Frank’s Wild Years. Það hlaut góðar undirtektir.

Og talandi um Megas og Waits. Nú er Megas waits-aðdáan di. Hefði ekki verið áhugavert að fá Megas og Senuþjófana til að flytja eitthvað lag Waits á tónleikunum?

Loks er mig farið að dauðlanga að fá Tom Waits til landsins.
Og Apocalypitcu.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.