fimmtudagur, ágúst 16, 2007

Lag dagsins:
Lullaby með The Cure

Þetta myndband er með þeim flottari...


Bíódagar Græna ljóssins eru hafnir og margar myndir sem mig langar að sjá. Kominn með passa á 10 myndir með helmingsafslætti. Kl. 8 hyggjumst við Kristján fara á nýju myndina hans Michael Moore, Sicko, en hún er ádeila á heilbrigðiskerfið í Bandaríkjunum

Ég mæli líka eindregið með kvikmyndinni Death of a President. Mögnuð mynd, það.

Í kvöld er förinni heitið á Gauk á Stöng, en þar mun hljómsveitin http://www.myspace.com/listericeland

Lister leika fyrir dansi um tíuleitið. Tveir góðkunningjar mínir leika í henni á Gítar, Bjölli og Jón Guðni. Ég hvet fólk til að fjölmenna.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.