laugardagur, júlí 07, 2007

Icky Thump

Andaktungurinn keypti sér um daginn nýju plötuna með The White Stripes, Icky Thump. Eins og margir lesendur kynnu að vita hefur andaktungurinn verið einlægur aðdáandi sveitarinnar frá því að Bastarðurinn vinur hans skrifaði fyrir hann Get Behind Me Satan og þeir félagar fóru á magnaða tónleika sveitarinnar í Laugardalshöll. Þessi nýja plata er góð. Mjög góð. Fjölbreytt, þétt sem klettur og rokkar feitt. Hún hefur enda verið i mikilli spilun hjá andaktungnum síðan. Eitt af fjölmörgum góðum lögum á plötunni, sem eru í raun hvert öðru betri, er titillagið, sem fær að fljóta hér með þartilgerðu myndbandi. Andaktungurinn væri til i að fá þau hingað aftur. Eins væri andaktungurinn til í að fá The Racountres til landsins. Svo væri nottlega ekkert leiðinlegt að fá hingað Electric Six (a.k.a. Dick Valentine og hverja þá sem hann kýs að spila með hverju sinni).

The White Stripes - Icky Thump

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.