Niðurgangurinn ágerist. En hvað með börnin?
Ég hélt satt að segja ekki að margt gæti toppað saur Stubbana (kannski að risaeðlunni Barney frátaldri) en eftir að nafni minn og vinur Jóhannesson benti mér á eftirfarandi myndband í kommentinu við þarsíðustu færslu gætum við verið komin með nýjan sigurvegara. Eins og ég komst að orði í svari við kommentinu hans, þá er þetta eins og einhvers konar úrkynjað útfrymi Stubbanna og Barbapabba. Grátbroslegt, eins og þegar trúður deyr en um leið býsna óhugnarlegt. Ég er býsna hræddur um að þetta helvíti sé forheimskandi.
Bú-ba!
.
5 ummæli:
Það fyndna er að Búhbarnir, eða hvað sem hægt er að kalla þá, eru hugarsmíð sömu konunnar og kom upp með Teletubbies og er ætlað að hvetja til aukinnar hreifingar meðal barna milli 3 og 6 ára (allavega þeirra sem eru ekki þegar steinrunnin af einskærri hræðslu)
Óhugnarlegt. Þessi kona er kjördóttir Satans, það er alveg á hreinu. Réttast væri að refsa þessu liði með því að neyða það til að horfa á þetta hugarfóstur sitt 24 tíma á sólarhring, Clockwork Orange-style.
Annars virðist mér þessum búbba-skvaphylkjum svo sem ekkert veita af hreyfingu sjálfum... :Þ
Ætli foreldrarnir bendi ekki á efnið og segi: "svona verðið þið þegar þið eruð orðin stór ef þið hreyfið ykkur ekki meira"
Hehe. Jú, eflaust.
Skrifa ummæli