þriðjudagur, maí 08, 2007

Orð dagsins og bókakaup

Litlu heilræða-og hjálparbækurnar sem hægt er að kaupa við afgreiðsluna í Mál og menningu eru þar kölluð “Litlu sponsin”. Það þykir mér fyndið.

Í Máli og menningu keypti ég mér nýju bókina hans Óttars M. Norðfjörð; Jón Ásgeir og afmælisveisluna. Bráðskemmtileg bók. Á Næsta bar keypti ég mér líka ljóðabókina Handsprengja í morgunsárið eftir Eirík Örn Norðdahl og Ingólf Gíslason. Samanstendur hún af tveimur hlutum, sá fyrri eru þýðingar ljóða eftir Radovan Karadzic, Che Guevara, Saddam Hussein, Osama bin Laden, Ayatollah Khomeini, Ronald Reagan o.fl. Seinni hlutinn er svo ljóð íslenskra stjórnmálamanna og umræðufólks, sem unnin eru upp úr ræðum þeirra og ritum. Ég mæli sérstaklega með þessari seinni bók.

Ég annars að lesa Slaughterhouse Five eftir Kurt Vonnegut núna. Mjög góð það sem á er liðið lestri.

Það styttist í tónleika Goran Bregovic og ég iða í skinninu.

Að sama skapi er ég ansi spenntur fyrirþessari bók.

Engin ummæli:

Síðan er knúin af Blogger. Þórarinn Björn Sigurjónsson hannaði útlit.