Skellti tónleikadisknum Space Ritual með Hawkwind í spilarann fyrir nokkrum dögum, þá eftir þónokkuð hlé. Þessi diskur er sannarlega ekki allra og sjálfur þarf ég að vera í nokkuð sérstöku hugarástandi til að fíla hann, en þegar svo er hljómar hann býsna töff.
Ef ég ætti að skilgreina Hawkwind þá mætti kannski segja að þeir séu eins konar geimsýrumetall, proto-stoner-rock. Vísindaskáldsögur + tónlistin + Dungeons and Dragons +... öh.. 2001? Pínulítið eins og Pink Floyd snemma á ferlinum en hrárri og rokkaðri. Hawkwind eru eitt mesta költsrokkveit sem um getur og hefur eflaust haft mest áhrif á stoner-rokk af öllum sveitum, ásamt Black Sabbath. “The kind of mind-fucking experience the Ecstacy-Generation could only have dreamed of in their worst nightmares” kallaði Kerrang! diskinn. “”Sit in your room with the lights out and this album on high volume and it will scar you”, varaði svo Lemmy Kilmister hlustendur við. Hann var á sínum tíma ungur bassaleikari í sveitinni en átti eftir að verða frægari sem leiðtogi Motörhead. Hann lék m.a. Inn á Space Ritual. Hér má sjá myndbandið við helsta (gott ef ekki eina) smell sveitarinnar, Silver Machine, sem Lemmy syngur.
Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og formaður Íslands-Palestínu, er sextugur í dag. Ég óska honum hjartanlega til hamingju með daginn.
Meiri blessuð blíðan í dag. Ágætt að sitja úti með appelsín og kaffi, lesa Vonnegut og njóta sólarinnar. Hyggst svo skella mér í sund um sexleitið.